lausnarmót.
Lausnarmót Nýsköpunarvikunnar
Arion banki, Fjártækniklasinn, Landlæknir, og Nýsköpunarvikan hafa tekið höndum saman og munu standa fyrir Lausnarmóti Nýsköpunarvikunnar 2020.
Lausnarmót Nýsköpunarvikunnar samanstendur af Fjártækni og Heilsuhakkaþoni.
Lausnarmót snúast um vandamál og lausnir. Fyrirtæki og stofnanir setja fram krefjandi og skemmtilegar áskoranir og þátttakendur takast á við að leysa þau í teymum. Lausnarmót er þannig blanda af forritunar og viðskiptaþróunarkeppni. Þau eru sérstaklega áhugaverð leið til að fá utanaðkomandi aðila að borðinu og mörg fyrirtæki nota lausnarmót sem vettvang til að finna hæfileikaríka einstaklinga.

Við byrjum öll að vinna á sama tíma. Það má vinna að hönnun, umgjörð og öllu því sem almennt er aðgengilegt öllum sem undirbúningi fyrir helgina.
Áskoranir
Arion banki og Landlæknir hafa sett fram áskoranir sem hægt er að sjá allt um hér.
Fyrir hverja er Lausnarmót?
Það geta allir tekið þátt, það er jafn mikilvægt að fá hönnuði, hjúkrunarfræðinga, hagfræðinga, verkfræðinga og alla hina menntaða jafnt sem ómenntaða. Allur aldur, kyn og getustig eru velkomin. Þú getur komið sem einstaklingur og við hjálpum þér að komast í eða mynda lið eða þú getur komið sem þegar samsett lið.
Reglur
1. Ferskur kóði
Við byrjum öll að vinna á sama tíma. Það má vinna að hönnun, umgjörð og öllu því sem almennt er aðgengilegt öllum sem undirbúningi fyrir helgina.
2. Skoðun kóða
Efstu lið geta þurft að sæta skoðun kóða fyrir eða á eftir verðlaunaafhendingu. Þetta er til að tryggja að allur kóði sem er skrifaður sé skrifaður á staðnum yfir helgina.
3. Hugverkaréttur
Það sem þú býrð til átt þú, mjög einfalt.
4. Stærð liða
2 – 5 manns.
5. Skil á verkefnum
Verða kynnt þátttakendum í upphafi keppninnar.
6. Kynningar fyrir dómnefnd
Efstu lið munu fá tækifæri til að kynna lausn sína fyrir dómnefndinni. Þú munt hafa 3 mín til að kynna lausnina og dómarar hafa 2 mín til að spyrja ykkur spjörunum úr.
7. Siðareglur
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
8. Dómarar
Verða kynntir þegar nær dregur.
Forsendur dómara
1. Fjármögnunarhæfi
Hversu líkleg er þessi lausn til að verða fjármögnuð? Er t.d möguleiki á sjálfbæru viðskiptalíkani?
2. Framkvæmd
Hversu vel tókst til við að framkvæma lausnina og útskýra hana? Virkaði sýningin?
3. Viðmót
Fyrir utan útlit var hugsað út í notendaupplifunina?
4. Frumleiki
Hversu frumleg er hugmyndin?
5. Skalanleiki
Hversu skalanleg er lausnin? Hefur hún það sem þarf til að hafa áhrif?
Staðsetning:
https://taikai.network/nyskopunarvikan/challenges/lausnamot
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við okkur á info@innovationweek.is