ISL / ENG

Setning Nýsköpunarvikunnar

Opnunarhóf Nýsköpunarvikunnar markar upphaf hátíðarinnar og verður að þessu sinni haldið sem streymisviðburður frá Grósku, heimili nýsköpunar í Vatnsmýrinni.

Markmið Nýsköpunarvikunnar er þríþætt. Í fyrsta lagi, að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað innan stærri fyrirtækja hér á landi og draga fram sérstöðu þeirra. Þá er ætlunin að koma á samtali milli frumkvöðla, sprotafyrirtækja og almennings og veita innsýn í sköpunarferlið sem liggur að baki ólíkum fyrirtækjum. Loks er framtíðarsýnin sú að Nýsköpunarvikan skapi sér sess meðal erlendra aðila sem vilja kynnast nýsköpun á Íslandi, tengjast sprotum, fjárfestum og frumkvöðlum og mynda ný viðskiptasambönd og tengsl.

Umfjöllunarefni stafrænu opnunarhátíðarinnar verður nýsköpun þvert á atvinnugreinar en meðal mælenda verða:
Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi Fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Hrefna Haraldsdóttir frá Marel mun fjalla um hvernig fyrirtækið hlúir að nýsköpunarandanum
Edda Konráðsdóttir, einn af stofnendum Nýsköpunarvikunnar

Date

sep 30 2020

Time

3:00 pm

Location

Online
Category

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *