
Neisti í nýsköpun – Hvernig býr maður til rafmagnskappakstursbíl?
Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 1. október kl. 16:30-17 í streymi
Fulltúar Team Spark, kappakstursliðs Háskóla Íslands, fjalla um þá fjölbreyttu nýsköpun sem felst í því að þróa rafknúinn kappastursbíl sem standast þarf strangar alþjóðlegar kröfur. Viðburðurinn er lokaður í ljósi samfélagsaðstæðna en streymt verður frá honum á vef og samfélagsmiðlum Háskóla Íslands.
Team Spark liðið hefur verið starfrækt við Háskóla Íslands í nærri áratug og hefur ár hvert þróað nýjan, rafknúinn kappakstursbíl í góðri samvinnu við mörg af fremstu þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum landsins. Liðið hefur farið með bílana á fjölmörg alþjóðleg kappakstursmót verkfræðinema víða um Evrópu og m.a. vakið athygli fyrir nýstárlega hönnun á vængjum.
Í þessu stutta erindi fara fulltrúar liðsins yfir þróun bílsins og það fjölbreytta nýsköpunarstarf sem fylgir því. Sýnd verða myndbönd af bílnum í akstri og rætt um áskoranir við hönnun rafknúins bíls.
Streymi frá viðburðinum: https://livestream.com/hi/teamspark