
Konur í Nýsköpun
Nýsköpunarnefnd FKA býður til fundar um konur í nýsköpun þriðjudaginn 6. október kl. 16-18. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og er streymt á visir.is.
Dagskrá viðburðarins:
– Frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað – Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland.
– Konur, breytum heiminum – Frá hugmynd til alþjóðlegs reksturs – Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk.
– Ekki gera sömu mistök og ég – Áskoranir við að koma vörum á markað – Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi.
– Konur í nýsköpun: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi – Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði.
Fundarstjóri er Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsöpunarsjóðs atvinnulífsins
Hlekkur á viðburð hér!