ISL / ENG

Hraðstefnumót við nýskapara Advania

What? Klukkustund af örfyrirlestrum sem veitir innsýn í hvenrig nýsköpun er órjúfanlegur hluti af daglegu starfi fyrirtækisins.

Guðríður Hjördís Baldursdóttir sérfræðingur á sérlausnasviði Advania segir frá nýsköpunarverkefnum í mannauðslausnum og nýrri nálgun á starfsmannasamtöl.

Rýnt verður í nýsköpun í fjárhagskerfi ríkisins. Já, þú last rétt. Íslenska ríkið hefur verið brautryðjandi í innleiðingu og meðhöndlun rafrænna reikninga. Gestur Traustason ráðgjafi á hugbúnaðarlausnasviði Advania segir frá gagnlegri tækni sem þróuð hefur verið til að gera hlutina skilvirkari.

Hvaða viðskiptamöguleikar opnast ef við getum litið á myndir sem hver önnur gögn? Saga Úlfarsdóttir gervigreindarsérfræðingur Advania ræðir um raunsæja möguleika myndgreininga á íslenskum markaði.

Rafrænar undirritanir hafa umbylt mörgu í stjórnsýslu og þjónustu. Atli Örn Egilsson sölusérfræðingur Advania segir frá nýsköpun á pappírslausri lausn sem sparar fólki sporin á milli stofnana og fyrirtækja og gerir því kleift að undirrita mikilvæg skjöl með síma eða snjallkorti.

Covid kom í veg fyrir að 26. Haustráðstefna Advania gæti farið fram með hefðbundnum hætti. Hrafnhildur Sif Sverrisdóttir, forstöðumaður veflausna Advania, segir frá því hvernig teymið hennar lagði á ráðin og bjó til eitursnjalla lausn fyrir fyrstu rafrænu Haustráðstefnu Advania.

Hlekkur á viðburð HÉR!

Date

okt 06 2020

Time

2:00 pm - 3:00 pm

Location

Online

Submit a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *